Samt var ekki langur göngutúr í þetta sinn því að ég sofnaði strax og svaf í 2 klst. Mamma náði í mig og við fórum heim. Þá voru pabbi og Jón Ingi að undirbúa að grilla. Við fengum svínakjöt og kokteilpylsur vafðar í beikon. Mér fannst pylsurnar voða góðar. Annars er ég ekkert neitt rosalega duglegur að borða núna. Ekki eins og ég var fyrst, alltaf svo duglegur en núna er ég eitthvað að drolla við þetta. Það er nú frekar slæmt, sko vegna þess að mamma þolir ekki matvanda krakka þannig að kannski er ég í vondum málum......!!!!!
Jón Ingi fór heim á þriðjudeginum og ég og pabbi fórum í rosalegan leiðangur á meðan mamma var að þrífa og þvo þvott. Pabbi er sko kominn í sumarfrí. Við fórum að gefa öndunum, komum við í stúdíói hjá Þorvaldi Bjarna og fleirum, fórum í Heiðrúnu og að kaupa rafmagnsgræjur einhverskonar. Mamma var alveg hissa þegar við komum heim, búinir að vera svo lengi í burtu. Þegar ég kom heim var amma hjá mömmu og við keyrðum hana heim en hún kom sko labbandi. Amma vildi endilega að ég yrði eftir og ég var hjá henni um stund. Afi kom heim um kl. 18:00 og við dúlluðumst og lékum okkur eins og við erum vanir. Mamma kom og náði í mig um kl. 19:30 og ég fór heim að borða fína kjötsúpu sem hún sauð handa mér. Pabbi var að hjálpa afa Þórði að flytja. Ég fór í bað þegar pabbi kom heim og nú er pabbi að svæfa mig kl. 23:01. Nú ætlum við að reyna að hætta brjóstunum. Ég fékk í gærkvöldi kl. 22:00 og hef ekki fengið neitt síðan. Mömmu líður ágætlega þannig að hún ætlar að prófa að gefa mér ekkert nú.
Fyrri síða Síða 49.
 
Pabbi er búinn að sofa mín megin í rúminu og hefur það gengið ágætlega nema að í fyrrinótt reyndi ég að fá einhvern dreitil úr pabba brjóstum en þar var ekkert að hafa og sætti ég mig furðu fljótt við það og hélt áfram að sofa. Þannig að nú er að sjá hvernig gengur.
Vona að þið hafið það jafngott og ég. Já vel á minnst, ég er kominn með fjórar tennur í efri góm og stend upp við allt og geng með og skríð líka um allt á fjórum jafnfljótum. Mér finnst ég svaka duglegur svo við tölum ekki um mömmu sem er að springa úr stolti yfir stubbnum sínum.
Svona í lokin, þetta ku hafa verið versta veður í manna minnum um Versunarmannahelgi og allt var klikkað í Vestmannaeyju. Greyið fólkið sem fór í útilegu.....!!!

Góðar stundir krúsurnar.

Kveðja,
ykkar Tommi.

7. - 14. ágúst 2002:
Elsku öll.

Nú er enn búið að vera voðalega gaman hjá mér. Á þriðjudeginum fór ég í langan bíltúr með pabba og mamma bara svaf, hún er rosaleg svefnpurrka. Við fórum í stúdíó, hljóðfærabúð, á Kaffi Viktor og gáfum öndunum og allt. Svo á miðvikudeginum var ég aftur með pabba á skröltinu. Mamma fór m.a. í Bónus að versla því að nú ætlum við í útilegu á Þingvöll.

Síða 50. Næsta síða