Pabbi er búinn að sofa mín
megin í rúminu og hefur það gengið
ágætlega nema að í fyrrinótt
reyndi ég að fá einhvern dreitil úr
pabba brjóstum en þar var ekkert að hafa
og sætti ég mig furðu fljótt við
það og hélt áfram að sofa. Þannig
að nú er að sjá hvernig gengur.
Vona að þið hafið það jafngott
og ég. Já vel á minnst, ég er
kominn með fjórar tennur í efri góm
og stend upp við allt og geng með og skríð
líka um allt á fjórum jafnfljótum.
Mér finnst ég svaka duglegur svo við tölum
ekki um mömmu sem er að springa úr stolti
yfir stubbnum sínum.
Svona í lokin, þetta ku hafa verið versta
veður í manna minnum um Versunarmannahelgi og allt
var klikkað í Vestmannaeyju. Greyið fólkið
sem fór í útilegu.....!!!
Góðar stundir krúsurnar.
Kveðja,
ykkar Tommi.
7. - 14. ágúst 2002:
Elsku öll.
Nú er enn búið að vera voðalega
gaman hjá mér. Á þriðjudeginum
fór ég í langan bíltúr
með pabba og mamma bara svaf, hún er rosaleg
svefnpurrka. Við fórum í stúdíó,
hljóðfærabúð, á Kaffi
Viktor og gáfum öndunum og allt. Svo á
miðvikudeginum var ég aftur með pabba á
skröltinu. Mamma fór m.a. í Bónus
að versla því að nú ætlum
við í útilegu á Þingvöll.