 |
|
28. júlí - 6. ágúst 2002:
Halló dúllurnar mínar
Nú er margt búið að gerast síðan
síðast. Ég fór með pabba og
mömmu í Húsdýragarðinn, veðrið
var vægast sagt frábært. Við dúlluðum
okkur þar og pabbi keypti pylsur og pylsubrauð
og grillaði handa sér og mömmu, ég
fékk líka smá smakk og svo fékk
ég ís og jógúrt. Við hittum
m.a. Sigurbjörgu og Árna, manninn hennar. Sigurbjörg
var alveg komin að því að eignast barn.
Mamma sagði að það væri strákur
og viti menn, hún hafði rétt fyrir sér.
Sigurbjörg átti strák 30. júlí.
Svo hittum við líka Sædísi frá
Húsavík og manninn hennar og litla strákinn
þeirra sem heitir Aron. Hann er fæddur 2. september
2001 og við mamma ætlum að heimsækja
þau einhverntíma bráðum. Kannski
verðum við Aron vinir því að við
erum á svo líkum aldri. Pabbi er nú
reyndar búinn að setja myndir frá þessari
ferð á heimasíðuna mína. Síðan
er bara búið að vera voðalega gaman hjá
mér. Ég var hjá ömmu á
mánudaginn 29. júlí og eins og alltaf
fórum við í gönguferð og ég
svaf og lék mér á gólfinu þar
til mamma kom að ná í mig. Nú er
mamma líka farin að fara aftur í gönguferðir
á daginn og þá förum við á
vagninum fína og mér finnst rosalega gaman.
Fyrst sit ég uppi og horfi á allt sem er að
gerast og svo legg ég mig og sofna. Á fimmtudaginn
kom Jón Ingi, hálfbróðir minn,
og hann ætlar að vera fram á þriðjudag.
Á föstudeginum fóru ég og mamma,
Jón Ingi og amma í Kringluna og aldrei slíku
vant keypti mamma ekkert handa mér en hún
keypti buxur, peysu og skó handa Jóni Inga
í staðinn, þannig að auðvitað
var hún
|
 |
Síða
47. |
|
|
 |
|
að eyða peningum. Síðan
gerðist það að veðrið var ömurlegt
en við fórum samt í sumarbústað
til langömmu og langafa í Vaðnes í
Grímsnesi. Þar var margt um manninn. Amma Guðrún
sá alveg um að mér leiddist ekki og tókst
henni vel upp. Við djömmuðum mikið og svo
fór ég í kerruna mína að sofa
í rokinu og rigningunni. Amma sá út um
gluggann að mamma var illa klædd og kom og færði
henni úlpu og flíspeysu af sér og svo
þegar ég sofnaði þá var þetta
allt breytt ofan á mig og mér leið vel og
svaf lengi úti í rokinu með úlpuna
hennar ömmu minnar. Við borðuðum í
boði Tobbu frænku, Ástu frænku og ömmu.
Það var göfugt og vandað eins og alltaf,
það myndi Tobba alla vega segja. Ég var næstum
búinn að gleyma að við komum við í
Hveragerði á leiðinni í sumarbústaðinn
og heilsuðum upp á Sigrúnu og Valda. Þar
var svo margt fólk að við héldum að
það væri útihátið... nei
ég segi nú bara svona. Ég fékk
ís, að sjálfsögðu Kjörís
og var glaður að sjá alla krakkana og kettlingana
sem þarna voru. Um kvöldið var horft á
sjónvarp og legið í leti. Á sunnudeginum
var heljar rigning og ógeðslegt veður. Pabbi
og Jón Ingi fóru í keilu en mamma lét
veðrið ekki á sig fá og fór í
gönguferð og enduðum við í Blesunni.
Ég svaf lengi þar. Pabbi kom svo og hann og mamma
fóru heim og mamma fór í bað og svo
var aftur farið í Blesuna og grillað. Pabbi
keyrði Jón Inga og Ása, frænda hans,
í bíó og við fórum heim að
sofa. (ég allavega). Ekki var veðrið betra
á mánudeginum en afa langaði að fá
mig í heimsókn svo að mamma keyrði mig
þangað og fór svo að vinna smá.
Þegar hún náði í mig var ég
hress og kátur og aldeilis búinn að skreppa
út með afa og ömmu. |
Síða
48. |
 |
|
|
 |