Á föstudaginn gerði ég
svolítið sem ég hef aldrei gert fyrr: Ég
fór í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn
með ömmu og mömmu. Mér fannst það
alveg frábært. Ég sá seli, fugla,
kýr, hesta, kanínur, geitur, svín, endur
og ég veit ekki hvað og hvað. Amma bauð
mér líka að fara eina ferð í
hringekjunni og mér fannst það voða gaman,
mér fannst samt að þetta mætti nú
fara hraðar en við því var nú
ekkert að gera. Við vorum rétt komin heim þegar
Agla, vinkona mömmu, Kalli og börnin þeirra
komu í heimsókn. LOKSINS segir mamma. Þau
stoppuðu góða stund og mamma var alveg í
skýjunum yfir að fá að hitta Öglu
eftir allan þennan tíma. Sölvi, sem er 3ja
ára að verða 4ra, var ekkert mikið til
í að leika við mig enda vildi ég helst
bara taka af honum dótið. Við erum nú
líka á frekar ólíku þroskastigi
þannig að hann lék sér einn og ég
einn. En það var samt gaman að fylgjast með
honum, mér finnst svoooo gaman að hitta aðra
krakka og fylgjast með þeim. Stóru karakkarnir
fóru smá í Yatzy. Pabbi grillaði
kjúkling um kvöldið og mamma útbjó
humarrétt og svo kom afi að kveðja mig en hann
og amma ætla að fara til Akureyrar á laugardagsmorguninn
að hjálpa Bróa frænda. Á laugardaginn
skiptust mamma og pabbi á að fara með mig fram.
Fyrst fór mamma og gaf mér lýsi og hafragraut
og svo fórum við inn og ég svaf í
1 klst. þá tók pabbi við og mamma
svaf áfram. Við ætluðum svo að drífa
okkur í sund í Árbæjarlaugina kl.
15:30. En fyrst kíktum við á Erik og Sigrúnu,
af því að ég sofnaði í
bílnum. Þetta var nú sennilega stysta
sof mitt til þessa, aðeins 10 mín. Sigrún
knúsaði mig mikið og Magga Dís, litla
stelpan hennar, leyfði mér að skoða dót
sem hún á, dúkku o.fl. |