Pabbi tók líka umbúðirnar alveg af puttanum mínum í dag og þetta lítur ágætlega út, halda þau. Saumruinn var sko tekinn á fimmtudaginn. Ég var nú alveg góður í því. Auðvitað lét ég alveg heyra í mér en foreldrum mínum fannst ég samt voðalega harður og duglegur.
Kæru vinir mínir, vona að þið hafið það gott.
Verum kát þótt regnið falli.

Góðar stundir,
ykkar Tommi.

22. - 27. júlí 2002:
Halló allir.
Nú er búið að vera gaman. Ég var hjá ömmu á mánudaginn og mamma fór í Vesturbæinn. Að venju fórum við í gönguferð nema hvað að nú fór amma með mig í jólahúsið. Þar þurfti ég að kyssa konuna og skoða allt dótið og fannst mér voðalega gaman að sjá þetta allt. Mamma kom svo og náði í mig að venju. Afi er búinn að vera mikið upptekinn og hef ég varla séð hann þessa viku. Á þriðjudeginum fórum við mamma í Kringluna og ég fékk dót og sandala. Mamma er alltaf að kaupa eitthvað handa mér en sleppir alltaf að kaupa handa sér. Svona er þetta víst bara hjá mömmunum, þær hugsa bara um ormana sína í nokkur ár. En kannski breytist þetta nú eitthvað. Á miðvikudaginn sváfum við mamma frameftir, þ.e. eftir að hafa farið snemma á fætur og fá okkur morgunverð. Skruppum svo til ömmu og ég var þar í tvær klst. og mamma fór til Kristínar. Við amma fórum í gönguferð og ég svaf nú bara allann tímann sem ég var hjá henni í það skiptið.
Fyrri síða Síða 43.
 
Mamma kom svo og fór með mig heim og við settum í þvottavél o.fl. Mér finnst svaka gaman að fara í þvottahúsið með mömmu, þá fæ ég að stitja í balanum á leiðinni niður og svo pota ég í þvottavélina og redda þessum tökkum alveg hægri vinstri. Amma í Blesu kom líka færandi hendi eins og henni einni er lagið. Hafði farið á útsölur í Kringlunni með Helgu, vinkonu sinni, og keypti handa mér bol og peysu. Um kvöldið gerðum við ekki neitt nema að horfa á sjónvarpið og dúlla okkur. Ég fór líka í almennilegt bað með pabba í fyrsta sinn eftir klemmuna og fannst það frábært. Ég fékk að vísu að setjast aðeins í vaskinn á baðinu á mánudagskvöldið en það var nú lítið og lélegt. Á fimmtudaginn var sama sagan með okkur mömmu, við sofnuðum aftur eftir morgunmat og smá dúll og leik. Svo þurftum við að kaupa bleiur og fórum í Bónus, vorum rétt að koma þaðan þegar amma hringdi og sagði að Guðrún og Gunnar á Búrfelli væru komin og þá drifum við okkur þangað til að sýna mig og sjá þau, en mamma hafði aldrei hitt Gunnar fyrr. Ég sofnaði í kerrunni hans Hauks hjá ömmu og var bara þægur og góður, eins og ég er nú næstum alltaf svosem. Amma gaf mér líka buxur í stíl við peysuna sem ég fékk í gær. Pabbi hringdi og sagðist vera kominn heim og ég fór til hans en mamma fór á Flyðrugrandann. Afi Þórður var í heimsókn og fannst mér gaman að hitta hann, hann kemur nú reyndar frekar sjaldan í heimsókn en það er alltaf gaman að sjá hann. Þegar mamma kom heim rúmlega 21:30, voru afi og amma í heimsókn og ég var alveg að kafna úr þreytu. Fór inn með mömmu og sofnaði um kl. 23:00.
Síða 44. Næsta síða