 |
|
Við fórum að týna
dótið okkar saman og lögðum í hann
til Reykjavíkur um kl. 14:30. Eins og áður
heyrðist ekki í mér á leiðinni.
Við komum í bæinn um kl. 21:00. Þá
kíktu afi og amma aðeins á mig. Á
mánudaginn var ég hjá ömmu og mamma
var hjá Kristínu. Á þriðjudeginum
fóru ég og mamma til ömmu og dunduðum
okkur þar. Svo er bara búið að vera ósköp
lítið um að vera þessa viku. Veðrið
er ekki búið að vera neitt sérstakt
en við erum nú samt búin að fara út
í stuttar gönguferðir og við mamma reyndum
að kaupa öryggisvörur fyrir heimilið í
BabySam en það var svo dýrt og enginn sem
aðstoðaði mömmu þannig að við
bara fórum heim aftur. Ingibjörg, Jónína
litla og stóra, Sigrún Guðný og Arndís
kíktu einn daginn og ég fór með mömmu
og ömmu að kíkja á nýja húsið
hans Ottós frænda. Þegar ég sá
Ottó varð ég voða hræddur en jafnaði
mig nú fljótt. Síðan tók ég
uppá því að vilja ekki sofa, bara
sjúga brjóst alla nóttina. Var frekar
önugur og var nánast að hafa það
af að gera mömmsuna mína alveg galna. Á
föstudeginum fór mamma með mig til ömmu
og amma gat látið mig sofa í tæpa
klst. Ég er líka búinn að missa matarlystina
þannig að mamma er nánast ráðþrota
með mig. En á föstudagskvöldið fór
ég til að gista hjá afa og ömmu. Pabbi
og mamma keyrðu mig þangað kl. 18:00 og ég
svaf í bílnum þegar þau kysstu mig
bless en þau ætluðu í grillferð
út í Viðey með vinnunni hans pabba.
Mamma hringdi til að gá að mér um kl.
21:00 og þá sváfum við afi fögrum
svefni. Kl. 10:30 morguninn eftir hringdi mamma og vildi fá
mig heim. Afi sagði henni að ég hefði vaknað
aftur og sofnað um kl. 23:30 og sofið í einum
dúr til kl. 08:00 fékk þá pela |
 |
Síða
41. |
|
|
 |
|
(bara amma má gefa mér svoleiðis
og pabbi þegar hann er einn með mig) og sofnaði
aftur til kl. 09:30. Þannig að ég var brattur
þegar ég kom til mömmu og pabba. Ég
svaf líka hjá þeim í einn og hálfan
tíma eftir hádegi. Við skruppum aðeins
til Sigga kokks og fengum okkur kjöt til að grilla.
Ég var voða góður allan daginn. Sofnaði
um kl. 23:30 og svaf til 02:00 vaknaði samt x3 til að
láta snúa mér og vakti frá 02:00
til 04:00, var samt alveg góður, bara gat ekki
sofið einhvernveginn. Sofnaði þá og svaf
til 07:00 fékk að drekka brjóst og svaf
til 09:00. Þetta telst nú ekki mikill svefn.
Pabbi svaf þetta brölt mitt í nótt
alveg af sér þannig að hann fór með
mig fram og mamma fékk að sofa. Ég fór
inn til hennar kl. 12:00 og svaf til rúmlega 13:30.
Síðan er ég bara búinn að vera
í fjöri. Tóta, Óskar, Helena og
Sæmundur kíktu í heimsókn seinni
partinn í dag en ég sofnaði nú bara
miðju partýi og svaf í 30 mín. eins
og mér einum er lagið. Eflaust finnst einhverjum
hundleiðinlegt að lesa um svefnvenjur mína
en ég held að mamma sé að reyna að
finna út eitthvert munstur hjá mér þannig
að þetta er ágætis vettvangur til að
skrá þetta, finnst henni. Pabbi grillaði
aftur í kvöld og ég borðaði ágætlega
(loksins) af kjöti en vildi ekki sjá kartöflur
eða annað grænmeti, frekar en fyrri daginn.
Amma á Hvolsvelli var hérna og hún mataði
mig og leyfði mömmu og pabba að njóta
matar síns. Ég var í fullu fjöri
og fékk að vera í göngugrindinni fram
eftir kvöldi og sofnaði svo hjá mömmu
kl. 23:00 og er bara búinn að vakna einu sinni
kl. 00:15. Mamma vonar bara að ég fari að jafna
mig á þessu og sofa betur. |
Síða
42. |
 |
|
|
 |