Á fimmtudaginn var ég að sofa með mömmu fram eftir degi og svo fór ég til ömmu í Blesuna og mamma fór til Kristínar og í Bónus að kaupa í nesti fyrir okkur. Hún keypti alls kyns góðgæti og var að útbúa nestið og pakka niður fyrir útileguna í Ásbyrgi. Afi og amma komu um kvöldið og skiptu við okkur um bíl því okkar bíll er of lítill fyrir okkur og allt útilegudótið okkar. Pabbi var að vinna fram að hádegi á föstudeginum þannig að við lögðum ekki í hann fyrr en um kl. 14:00. Veðrið var nú ekki uppá marga fiska, alveg hellirigning alla leið og versnaði alltaf eftir því sem norðar dróg. Mamma var alltaf að reyna að telja í sig kjark og segja að nú væri sko að birta til. En sjaldan hefur hún séð jafn mikla rigningu í Ásbyrgi eins og þegar við mættum þangað um kl. 20:30. Þá voru Sigrún, Valdi og fjölskylda mætt og Helga Lína með sín börn. Svo fór fólk að týnast til okkar. Arna og börn, Kristbjörg og fjölskylda og Orri og fjölskylda. Fleiri komu ekki fyrr en á laugardeginum nema Hlédís var þarna fram eftir kvöldi en kom svo ekki að tjalda fyrr en á laugardeginum. Við sátum í tjaldvagninum hjá Sigrúnu og Valda til kl. 03:00 en þá fóru allir að sofa. Ég var að vísu sofnaður um miðnætti og svaf vel og lengi, alveg til kl. 10:00. Við fórum á fætur í betra veðri en kvöldið áður og mamma eldaði hafragraut handa mér á litla gasinu okkar. Síðan fóru mamma og Sigrún að vaska upp og ég var hjá pabba og öllum hinum á meðan. Ég sofnaði í kerrunni minni um stund og svo drifum við mamma okkur út á Kópasker. Þar heimsóttum við Gumma og Sigrúnu og Jóhönnu og ætluðum líka til Munda en hann var í sumarhúsinu sínu rétt hjá Sæbergi.
Fyrri síða Síða 39.
 
Hann kom svo og kíkti smá á okkur í Ásbyrgi seinna um kvöldið. Við keyrðum líka um allt þorp og mömmu leyst bara vel á flest nema æskuheimili sitt, henni fannst nú hálfsorglegt að horfa þangað heim. Á leiðinni á Kópasker skipti mamma á mér á miðri Núpsmýrinni í bílnum. En hvað um það. Við vorum svo komin aftur í Ásbyrgi um kl. 16:30. Þá vildi ekki betur til en svo að ég var að leika mér á tjaldgólfinu, að ég klemmdi mig á litlum klappstól og mamma flippaði út. Við ákváðum að keyra í flýti til Húsavíkur. Ég var nú voða harður af mér, skældi bara ekkert mjög mikið og sofnaði á leiðinni inneftir. Þegar þangað kom tók Valur Guðmundsson læknir á móti okkur og gat fljótt róað mömmu. Hún vildi bara bruna í Ásbyrgi og ná í dótið og fara svo til Reykjavíkur en Valur náði nú að fá hana ofan af því. Það var deyft í litla puttann minn og var ég síst hrifinn af því en eftir það var ég alveg góður og heyrðist ekki í mér. Enda var hjúkrunarkonan sem aðstoðaði Val alveg óskapleg falleg (fannst pabba) þannig að ég gat nú bara verið góður:) Það voru saumuð 3 spor og nöglin tekin af á baugfingri hægri handar. Ég sofnaði svo líka á leiðinni til baka. Í Ásbyrgi tóku allir vel á móti mér og mamma smá róaðist þegar leið á kvöldið. Ég fékk einn stíl og var voða góður allt kvöldið og sofnaði um miðnætti. Svo svaf ég alveg rólegur en var eitthvað lítill í mér og grét sárt um kl. 04:30 en þá fékk ég annan stíl og svaf alveg til kl. 09:00 um morguninn. Mamma og pabbi bjuggu til hafragraut handa mér og ég lék mér um stund og sofnaði aftur um ellefuleytið og svaf til kl. 13:00. Þá hitti ég Guðbjörgu, Kristján og Önnu Pálur tvær
Síða 40. Næsta síða