Gunni og Auður kíktu aðeins við einn daginn og ég gaf Auði sápukúlubox. Svo fórum við öll, mamma, pabbi og ég að skoða tjöld á miðvikudaginn, 3. júlí og ætlum að kaupa okkur eitt slíkt. Við erum sko aftur að fara norður um næstu helgi. (12. – 14. júlí) Ég fór líka í Hagkaup í Smáralind og í Rúmfatalagerinn á Smáratorgi með mömmu, afa og ömmu til að kaupa útilegudót. En núna um helgina þá vorum við ekkert að gera nema sofa á laugardeginum en afi og amma í Blesu komu í mat á laugardagskvöldið og pabbi grillaði handa þeim Tandorikjúkling “a la hann sjálfur.” Það var reyndar þrusu gott sögðu allir. Siggi “grannakokkur” kom í heimsókn um kvöldið en fór frekar snemma því hann þurfti að vinna morguninn eftir. Ég sofnaði frekar seint en svaf fram eftir og fór svo fram með pabba en fór aftur að sofa og svaf lengi, lengi. Við drifum okkur í sund í Árbæjarlaugina og ég skemmti mér sko rosalega vel. Jón Ingi og Rannveig kíktu í smá heimsókn, þau eru sko vinir mínir, þeim finnst ég svooooo flottur. Ég svaf ekki mjög vel í nótt, vildi alltaf vera að sjúga brjóst. Síðan skruppum við mamma á heilsugæsluna til að láta vigta mig og lengdarmæla. Ég held bara mínu striki í þeim efnum. Og nú var mömmu ráðlagt að fara bara að hætta þessu brjóstsístemi. Það er víst ekkert svo mikil næring í þessu núorðið. Mesta næringin er til svona 6 mán. sagði Sigríður, sem var að leysa Önnu af. Ég fer þá líklega bara að hætta þessu fljótlega. En nú er ég sem sé sofandi úti á svölum í kerrunni minni og amma er á leiðinni til að passa mig. Mamma fer vestur eftir og amma ætlar að labba með mig í Blesuna og svo koma mamma og pabbi þangað í mat í kvöld.
Fyrri síða Síða 37.
 
Ég er núna búinn að sofa úti síðan kl. 14:10, kl. er 15:13 núna. En þar til næst, elskulega fólk, njótum blíðunnar.

Kveðja,
ykkar Tommi

8. - 21. júlí 2002:
Komiði öll sömul sæl á ný.
Nú er svolítið langt síðan mamma skrifaði fyrir mig í dagbókina en síðan þá er pabbi búinn að setja nýju heimasíðuna mína á netið og nú vita allir allt um mig.
En amma sem sagt kom og náði í mig og ég var rétt vaknaður þegar mamma var að fara. Við fórum gangandi í Blesuna og ég var rosa góður. Mamma og pabbi komu í matinn um kl. 19:00, afi grillaði voða fínan mat og amma var búin að sjóða handa mér kjötsúpu með öllum græjum. Ég gerði henni góð skil og fékk afganginn með mér heim og var að borða þetta næstu kvöld. Við hringdum í Hauk á afmælinu hans, hann fékk margt í afmælisgjöf og var duglegur og góður. Mig langaði mikið að vera hjá honum en það var of dýrt fyrir mig að fljúga þangað í þetta sinn en vonandi get ég farið seinna til hans. Annars voru mamma hans og pabbi að ákveða að koma heim í ágúst og vera lengi, alveg kannski í næstum heilan mánuð. En þessa viku er búið að vera gott veður og ég og mamma vorum í sólbaði í Blesu og amma meira að segja þreif pottinn svo að ég gæti farið í hann á 9 mánaða afmælinu mínu þann 10.
Síða 38. Næsta síða