Svo kom föstudagurinn. Við sváfum nú aðeins of lengi frameftir, en ég var með eitthvert múður um nóttina og var alltaf að vakna til að fá brjóst en það var nú eitthvað lítið í forðabúrinu mínu, þar sem ég var búin með það allt. Ég verð svolítið pirraður ef að það er ekki bara flæðandi en svona er þetta nú bara.
En loks um kl. 14:30 lögðum við af stað í lengsta ferðalag minna daga. Ég sofnaði fljótlega og var ekkert nema gæðin. Við komum aðeins við í Staðarskála og sáum Bíbí, Eirík og Tollu. Ég var nú strax hrifinn af Bíbí og kyssti hana beint á nefið. Ég fékk nýja bleiju og eitthvert mauk úr krukku og svo héldum við áfram. Ég var orðinn svolítið þreyttur að sitja í bílnum þegar við komum í Skagafjörð þannig að við kíktum í Ytri-Hofdali og hittum Dóra frænda minn. Svo komu Halldóra og Tóti heim þannig að ég sá þau líka aðeins. Þegar ég var búin að fá bleiju þá var aftur lagt í hann og ég var rosalega góður. Mamma og pabbi stoppuðu á Leirunni á Akureyri og fengu sér hamborgara og ég fékk smá að bíta í hjá mömmu og fannst það rosalega gott. Loks var lagt í lokaáfangann. Við vorum komin í Lund um kl. 22:30. Þar hitti ég afa og Munda o.fl. Svo skráðum við okkur og fórum í Sel til Eyrúnar, Benna, Evu Bryndísar og Heimis. Ég sofnaði nú ekki fyrr en um kl. 00:30 en það var nú ekkert, mamma og pabbi komu ekki að sofa fyrr en kl. 06:30. Síðan vaknði ég um 09:30 og var í hörku stuði en það er ekki hægt að segja það sama um foreldra mína. En þau drusluðust nú samt fram með mér og ég fékk hafragraut. Svo var lagt af stað á ættarmót. Ég var rosalega góður allann tímann.
Fyrri síða Síða 35.
 
Fór í sund með afa og pabba og mamma lagði sig í afa ból á meðan. Ég var bara með köllunum og sofnaði í kerrunni minni og svaf í rúmar 2 klst. Mér líður alltaf svo vel í sveitinni. Svo um kvöldið var ég líka góður. Allir voru svo hrifnir af mér og knúsuðu mig mikið. Ég hlustaði svo á pabba og Sigga, staðarhaldara í Lundi, spila saman á gítar og harmonikku þar til ég sofnaði um 23:30. Ég var settur út undir vegg í kerrunni og svaf þar til kl. 02:00 en vaknaði þá og þá fóru foreldrar mínir að drífa sig í Sel til að sofa. Pabbi tók flotta mynd af mér á bílþakinu á bílnum þeirra Benna og Eyrúnar. [sjá mynd] Svo vöknuðum við um kl. 10:30 á sunnudeginum og eftir morgunmat og góðgerðir í Seli drifum við okkur af stað í Lund til að kveðja og ganga frá gítargræjunum hans pabba. Ég var svo rosalega góður á leiðinni heim, svaf alla leiðina á Húsavík. Þar hittum við Jón Inga, hálfbróðir minn, og systkini hans og mömmu hans og Víði. Við komum líka við á Króksstöðum hjá Bróa og Jónu og ég sló í gegn þar. Amma og Didda frænka voru þar líka og Birkir Örn litli frændi minn og Petra og Elli, mamma hans og pabbi. Síðan var lagt af stað til Reykjavíkur. Ég svaf alveg í Borgarfjörðinn. Við fengum okkur að borða í Borgarnesi. Þar borðaði ég franskar kartöflur sem ég nappaði af diskinum hans pabba og fékk líka súpu, uppáhaldið mitt. Við vorum komin heim um kl. 22:30. Ég sofnaði nú ekki alveg strax en nú hef ég líka snúið öllu við, sofna seint og vakna um kl. 9:30 og sofna svo aftur og sef í c.a. 11/2 – 2 klst. og vakna þá hress og kátur. Svoleiðis hefur þetta verið alla vikuna. Við mamma erum bara búin að vera að þvælast um allt, í Kringluna og svoleiðis.
Síða 36. Næsta síða