Annars gleymi ég næstum að segja frá því að afi og amma komu frá Boston á sunnudagsmorguninn og færðu mér fullt, fullt af fötum, Spider Man fjórhjól, sandkassadót, og margt fleira. Ég fékk líka bréf sem Haukur bjó til handa mér sjálfur, að vísu með hjálp ömmu, ég setti bréfið í minningakassann minn. Ég var með mömmu og pabba þar góða stund og svo komu afi og amma í mat um kvöldið af því að amma var svo þreytt eftir flugið að hún gat ekki hugsað hvað ætti að vera í matinn. Amma Guðrún kom líka og passaði mig meðan mamma kláraði að borða, en amma var víst búin að borða. Hún var á leiðinni heim til sín á Hvolsvöll. Á föstudeginum var líka voðalega gott veður, við mamma skruppum til ömmu í sólbað í smá stund, fórum svo heim og ætluðum í búðina. Kíktum aðeins heim til Gunna, Láru og Soffíu en þau voru ekki heima. Við fórum í búðina og komum aðeins við hjá Gunna og Betu og stoppuðum í smá stund þar. Ég sofnaði í kerrunni minni og svaf úti í rúma klst. Síðan kom ég inn og var þvílíkt svangur að ég drakk fyrst brjóst og fékk svo fullann disk af kjúklingamauki sem mamma býr til handa mér. En það er kjúklingabringa og brokkolí, blómkál, gulrætur og kartöflur allt soðið og hakkað saman og fryst. Ég á líka með lambainnanlærisvöðva og þetta finnst mér þvílíkt nammi að ég borða alltaf allt. Á laugardeginum var líka alveg bongóblíða. Við fórum á fætur um kl. 09:30 og borðuðum jógúrt, síðan sofnaði ég aftur í 30 mín. og þá var pabbi kominn fram og ég fór til hans en mamma svaf áfram. Svo fór ég inn til hennar um 12:30, sofnaði strax og svaf í 1½ klst.
Fyrri síða Síða 31.
 
Þá klæddi ég mig og fór með pabba á læknavaktina. Pabbi var kominn með í lungun og þurfti að fá penicillin, síðan kíktum við í Blesu því að ég sofnaði í bílnum. Á leiðinni þaðan fórum við í Ásgarðinn og langafi og langamma voru náttúrulega rosalega hrifin af mér. Svo fórum við heim. Beta, Gunni og Auður kíktu aðeins í dyrnar. Ég borðaði rosalega vel og lék mér góður á gólfinu meðan mamma og pabbi borðuðu. Nú er ég farinn að segja mamma, hættur í bili að segja babba en það kemur nú örugglega aftur. Ég sit líka alveg hjálparlaust og í morgun stóð ég sjálfur upp í rúminu mínu, án allrar aðstoðar. En kl. 20:30 keyrði mamma mig í Blesuna, ég ætla nefnilega að prófa að sofa þar í nótt. Mamma og pabbi verða bara heima í viðbragsstöðu ef ég skyldi bilast. Svo er ég nú enn á brjósti en mamma lét ömmu hafa síðasta “frostpinnann” minn, þ.e. frosin brjóstamjólk í poka. En nú er bara að sjá hvað verður. Kl. er 22:14 og mamma situr bara og skrifar í dagbókina mína og pabbi horfir á sjónvarpið. Henni mömmu líður nú ekki mjög vel með að ég sé ekki hjá henni en hún getur nú ekki alltaf haft mig keddlíngin. En þar til næst elsku snúðarnir mínir.

Verum góð í blíðunni.

Kveðja,
ykkar Tommi.

Síða 32. Næsta síða