Sofna seint og vakna snemma. Mömmu líkar það nú ekki alls kostar vel en lætur sig samt hafa það. Í dag, föstudag, fórum við í gönguferð. Það tók mig langan tíma að sofna og svaf ég ekki nema í 1 klst. en var samt vaknaður kl. 8:30 í morgun. Síðan var ég bara að gráta og nölla þar til pabbi kom heim. Þá komst mamma í sturtu og við lögðum svo í hann gangandi með mig í vagninum á fjölskylduskemmtun hjá Europay. Ég sofnaði þegar við vorum alveg að verða komin þangað og svaf í u.þ.b. klst. og var svo alveg ágætur það sem eftir lifði kvölds. Helena og Malla voru líka svo duglegar að passa mig, svo að mamma gæti aðeins leikið lausum hala en pabbi var að spila á gítarinn og syngja með Snorra. Svo sofnaði ég í vagninum á leiðinni heim og pabbi, mamma og Siggimus voru voða ánægð með það. En hins vegar vaknaði ég fljótt eftir að ég kom heim og ætlaði aldrei að sofna aftur. Það endaði með því að mamma gafst upp á mér og pabba tókst svo að svæfa mig um kl. 01:00. Nú er ég sem sé sofandi (loksins, segir mamma) en ég skemmti mér nú samt vel í Euro, fór með Sonju í hoppikastalann, ég sá Bjarna töframann með pabba og svo voru Helena og Malla að leika við mig lengi vel og fleiri og fleiri. Ég hitti Vilhelm Bjarka og Emblu og það voru teknar fulllt af myndum og bara...... allt voða gaman.

Þar til næst............
kveðja,
ykkar Tommi

Fyrri síða Síða 29.
 
8. - 15. júní 2002:
Komið þið sæl.
Nú er sko búið að vera gott veður. Það var hitamet í Reykjavík á þriðjudeginum 11. júní: 22°C og nánast logn. Þetta er mesti hiti sem mælst hefur í júní í Reykjavík frá því að mælingar hófust. Mamma heldur því statt og stöðugt fram að þetta sé bara vegna þess að nú er ég til og að heimurinn hafi hreinlega allur batnað við fæðingu mína :)
Ég verð nú að vera henni sammála. Nú er ég nefnilega búinn að vera alveg einstakt ljós þessa dagana, veðrið er líka búið að vera alveg brill. Á laugardaginn var ég hjá pabba en hann var eitthvað óhress karlanginn, var svo bara hundlasinn þó að hann færi í vinnuna á mánudaginn. Hann heima á þriðjudaginn og svo alla vikuna. Hann var voðalega lasinn og reyndar mamma líka. Ég fékk smá kvef en hristi það af mér á 3 dögum og var sko þvílík stjarna í síðasta sundtímanum fyrir sumarfrí að það var nú algjört met. Mamma og ég fórum bara tvö af því að pabbi greyið var enn lasinn. Ég fékk að vera frammi hjá Katrínu Sól og pabba hennar á meðan mamma klæddi sig og var ég nú ánægður með það. Við mamma förum ekki nærri eins oft í gönguferð núna, sem er nú alveg synd (mömmu veitir nú ekki af að rölta smá). En á fimmtudaginn fór ég með mömmu til Kristínar og hitti þar Jón Þór og Helgu og var svo hrifinn af Olgu litlu að ég át hana næstum....nei, nei, bara kyssti hana voðalega mikið. Amma kom með til að passa mig.
Síða 30. Næsta síða