Amma kom til að hitta mig og ég og mamma vorum bara að dúllast eins og alltaf á morgnana. Amma og afi eru nefnilega að fara til Boston á föstudaginn. Ég veit nú ekki hvað ég geri án þeirra en ég verð nú að hafa það. Þau verða líka að hitta Hauk og dúlla með hann, ég má nú ekki alveg einoka þau. En allavega, Óskar fór til Boston í dag og ég skrifaði Hauki smá bréf og sendi honum 2 litlar bækur og sandala eins og ég á. Sandalarnir voru nú í það minnsta en það voru ekki til stærri. Síðan var bara verið á strauinu. Á föstudeginum gerðum við ekki neitt af viti. Fórum aðeins í bæinn til að ná í vasaúrið hans Þorsteins og vorum að öðru leiti bara heima og lékum okkur og vesenuðumst. Á laugardeginum var þvílík rigning að annað eins hefur varla sést. Þá kom amma Guðrún og Páll og fóru með mig á fjölskyldudag Íslandspósts í Fjölskyldugarðinn. Mamma keyrði okkur og ég var sofnaður áður en við vorum komin þangað. Þau settu mig í vagninn og krúsðuðu með mig um allt. Ég var voða góður og fékk bol og jójó, sem er með ljósi í. Síðan löbbuðu amma og Páll með mig heim. Þau voru eins og hundar af sundi dregin þegar þau mættu með mig, en ég var sofandi og mamma var í baði. Síðan vaknaði ég mjög fljótlega eftir að ég kom heim. Mamma setti mig í rassabað í baðvaskinn og klæddi mig í gallabuxur og skyrtu og síðan drifum við okkur í útskriftina hjá Þorsteini frænda. Þar voru allir nýjustu frændurnir mínir, Aron Örn og Óðinn Örn og auðvitað allir hinir. Ég var eins og engill allan tímann. Lillý, Óli frændi, bróðir langömmu frá Kópaskeri og fleiri sem ég hef aldrei hitt, fengu að sjá mig og mér líkaði bara vel við allt frændfólkið mitt.
Fyrri síða Síða 27.
 
Síðan sofnaði ég í 30 mín. í rúminu hjá Steina og Regínu. Á sunnudeginum fórum við á rúntinn og kíktum á bílstóla hjá Shell og ætlum að kaupa stól í Húsasmiðjunni eftir helgina, einmitt eins og fæst í Shell. Svo skruppum við til Steina og Regínu til að ná í skeiðina mína og þvottapokann sem mamma gleymdi í veislunni. Já og ekki má gleyma því að Siggi, Sigrún og Dúa komu á laugardagskvöldið og færðu mér þvílíkt töffaradress og voru heillengi að spjalla við mömmu og pabba. Mér gekk eitthvað illa að sofna það kvöldið, enda mikið búið að vera um að vera. Á mánudeginum fórum við mamma í gönguferð í góðu veðri og svo var ég hjá pabba meðan mamma fór til Kristínar. Á þriðjudeginum var 18°C og nánast logn og við mamma fórum í langan göngutúr og kíktum m.a. í Nauthólsvíkina og svo svaf ég í vagninum mínum og mamma sleikti sólina og varð eins og humar á bringunni og efst á bakinu. Henni var nær. Svo var ég alltaf í búðum þessa viku. Skoðuðum fullt af kerrum, joggerum og fleiru og enduðum á að kaupa Graco kerru í Olavíu og Oliver sem við erum bara voða sátt við. Þannig að ég er nú búinn að græða þessa vikuna, bílstóll og kerra, það er nú naumast. Svo fórum við mamma líka að vökva blómin hjá ömmu og afa.
Ég átti eitthvað erfitt í sundinu á miðvikudaginn, skalf og vildi alls ekki fara í kaf. Pabbi komst svo að því að ég var með hitavelling þegar ég kom heim. Mamma heldur að það sé eitthvað alvarlegt að mér en pabbi hefur ekki áhyggjur af þessu. Annars er ég búinn að vera almennt eitthvað pirraður og sef í minna lagi þessa dagna.
Síða 28. Næsta síða