sofa fyrr en um miðnætti, þá orðinn alveg úrvinda. Sigga Bogga sofnaði líka hjá mér. Þannig að nú er ég búinn að sofa hjá stelpu:) Óskar frændi kom líka til okkar í smá innlit áður en hann fór til Gumma. Hann kom með skemmtilega hringlu handa mér sem ég leik mér mikið með þessa dagana.
Á sunnudaginn fór ég með mömmu til ömmu og hitti Ingibjörgu, Jóninu eldri og yngri og Sigrúnu. Við kysstumst voða mikið öll krakkarnir, mest samt ég og Sigrún. Svo vildi nú ekki betur til en svo að ég var að leika mér á gólfinu og Sigrún steig ofan á meidda puttann minn. Ég grét ósköp sárt í smá stund en afi og mamma sýndu mér plattann á útihurðinni og þá batnaði allt. En eftir laugardagskvöldið, þar sem ég sofnaði svona seint, er ég búinn að halda því nokkurn veginn, þ.e. sofna frekar seint og sef í staðinn fram undir hádegi. Ég vakna samt alltaf um kl. 8:30 en sofna síðan bara aftur og mamma letipoki sefur með mér. Á mánudaginn fór ég til ömmu og svo kom mamma heim og við fórum heim til pabba, sem nú var orðinn eitthvað lasinn. Síðan fórum við til ömmu og afa í grill. Ég svaf í smá stund í vagninum mínum og svo fórum við heim um kl. 21:00. Á þriðjudaginn gerðum við mamma ekkert. Mamma gerði samt tilraun til að slá og taka til í garðinum og tókst henni að slá á meðan ég svaf inni hjá pabba en hann var að vinna heima. Svo hélt ég henni við efnið. Henni tókst líka að ryksuga og þurrka af eftir að ég fór inn með pabba um kvöldið. Ég sofnaði kl. 23:30 og svaf til 09:00 og sofnaði svo aftur um kl. 10:30 og pabbi hringdi svo og vakti okkur um kl. 12:00. Við dúlluðum okkur fram eftir og fórum svo í smá göngu og ég sofnaði og svaf í 45 mín.
Fyrri síða Síða 25.
 
Óskar kom að kveðja okkur og amma kom með honum, hún var að keyra hann út á Kynnisferðir. Síðan var ég voða þreyttur en gat alls ekki sofnað. Við fórum í sund kl. 18:30 og ég sofnaði þegar við komum heim og ég svaf í 30 mín. Ég er búinn að vera voðalega þreyttur í allt kvöld, fékk kartöflur með sósu og jógúrt í kvöldmat og svo brjóst auðvitað. Síðan gat ég ómögulega sofnað fyrr en um kl. 23:00 meðan að pabbi spilaði á gítarinn sinn. Nú er ég sem sé sofnaður og mamma er að göltra eitthvað frammi.
En ég má nú ekki gleyma því að á sunnudaginn, 26. maí, þegar ég kom inn hjá afa og ömmu, settist ég í sófann og klappaði saman lófunum alveg einn og er nú svaka montinn af því. Ég er líka farinn að vinka og dansa og syngja. Mamma springur næstum úr stolti þegar ég sýni listir mínar, pabbi er aðeins jarðbundnari í þeim efnum. Við í sundinu erum nú alveg einstök. Flottustu krakkar í heimi segir Jódís, mamma Hrapps, alltaf.

Þar til næst. Eigum ánægjustundir í blíðunni.
Kveðja,
ykkar Tommi

29. maí - 7. júní 2002:
Halló, halló.
Jú, hér er ég mættur enn á ný. Alltaf ferskur. Ég er búinn að vera hjá ömmu í Blesu því að mamma er búin að vera hjá Kristínu. Ég er alltaf góður þegar ég er hjá ömmu. Við förum í göngutúra og leikum okkur að dótinu í álfötunni.
Síða 26. Næsta síða