Pabbi fór að skoða nýja húsið hjá afa og Dísu en ég var heima hjá mömmu af því að hún var lasin. Beta og Auður kíktu líka í smá stund. Auður er orðin rosalega stór stelpa. Við mamma hittum líka Reyni Rafn úti fyrr um daginn og hann hjólaði með okkur smá spöl. Mamma hélt kannski að gönguferð myndi hressa hana við en hún varð bara þreyttari og hnerraði meira. Síðan svaf ég ekkert alltof vel um nóttina, var oft að rumska og bylta mér en sofnaði svo vel um kl. 07:00 og svaf til kl. 10:00. Amma kom svo og fór með mig í gönguferð. Við fórum í Blesuna og leyfðum mömmu að sofa, hún var enn eitthvað lasin. Svo kom ég heim kl. að verða 16:00 og svaf í vagninum til kl. 17:00 og þá kom afi Þórður og svo kom pabbi úr vinnunni um kl. 18:00. Ég borðaði svo vel og fór svo að sofa kl. 21:45 og virðist ætla að sofa vel í nótt.

Þangað til næst. Verið góð hvort við annað.
Kveðja,
ykkar Tommi

21. – 29. maí 2002:
Hæ öll
Pabbi var heima að vinna í dag, miðvikudag. Ég var með lítið sár á fingrinum en núna er það orðið mjög ljótt og blöðrur í kring og rautt og bólgið. Pabbi pantaði tíma hjá Eyjólfi og við fórum öll til hans kl. 10:40. Hann sagði að sennilega hefði frunsuvírus farið í sárið og að þetta myndi gróa á einhverjum dögum. Við fórum heim með það og mamma fór til Krístínar um hádegi.
Fyrri síða Síða 23.
 
Þegar hún kom heim kl. 17:30 og við vorum á leið í sundið, fannst henni ég vera eitthvað heitur og mældi mig og var ég þá með 39° hita og hún hringdi beint á læknavaktina og talaði við hjúkrunarfæðing sem vildi að læknir myndi kíkja á mig. Mamma fór með mig og þar var læknir sem gaf mér lyf til inntöku og krem á puttann. En ég vildi nú ekki sjá þetta meðal. En með ýmsum ráðum tókst mömmu að þræla þessu sulli x3 ofan í mig og svo fékk ég bara niðurgang af öllu saman. Samt batnaði mér nú, ég var strax hitalaus á fimmtudagsmorguninn. Við fyrstu sýkingu af frunsu, getur fólk fengið háan hita og sennilega var það bara málið. En þetta er semsé að lagast hægt og hljótt. Við fórum í stuttan göngutúr á fimmtudaginn og amma kom í heimsókn með fullt af dóti handa mér; bát í baðið, bolta og skóflu og hrífu. Svo var ég bara að hafa það gott. Á föstudaginn var ég hjá ömmu og mamma fór til Kristínar. Svo fór mamma í Bónus og keypti eitthvað í matinn. Á laugardaginn fóru ég, mamma og pabbi í göngu, fyrst að kjósa á Kjarvalsstöðum og síðan gengum við niður á Kaffi Nauthól í blíðskaparveðri. Ég svaf nú mestann tímann. Við skoðuðum þessa fínu ylströnd í Nauthólsvíkinni og hittum Gulla Indriða og Gunnu Möggu. Þau voru með tvíburana hennar Krillu en því miður voru þau farin upp í bíl með pabba sínum þannig að við hittum þau ekki. Svo fórum við heim um kl. 16:30. Þá skruppum við mamma aðeins til afa og ömmu því okkur langaði að hitta Óskar sem kom heim um morguninn. Jón Ingi, Rannveig og Sigga Bogga komu svo um kvöldið og það var grillað og horft á Júróvisjón með öðru, en aðeins með öðru því að ég var svo sprækur og athyglissjúkur að ég fór ekki að
Síða 24. Næsta síða