Svo lærði ég líka
að vinka hjá ömmu um helgina í sumarbústaðnum
en vinka samt bara þegar mig langar. Við vorum svo
öll í mat hjá ömmu og afa. svona afmælismat,
svo fór ég heim um kl. 20:00 og var svo hjá
pabba því að mamma var hjá Kristínu.
Síðan gekk mér eitthvað illa að
sofna en mamma kom heim kl. 23:30 þá fékk
ég brjóst og sofnaði sæll og glaður.
Jæja dúllur, þar til næst....elskið
friðinn.
Kveðja,
ykkar Tommi
14. – 21. maí 2002:
Komið sæl á ný
kæru vinir.
Við mamma erum bara búin að vera að hafa
það gott að mestu. Á þriðjudaginn
vorum við í gönguferð og fórum
smá í Kringluna og svoleiðis. Mér
fannst gaman. Ég fékk sumarhatt og peysu og
mamma og amma keyptu skírnargjöf handa frænda
mínum á Akureyri sem var svo skírður
18. maí og hlaut hann nafnið Aron Örn. Hann
er sonur Önda og Þórdísar. Amma og
afi fóru norður í skírnina. Ég
er búinn að vera rosalega góður og sofa
vel og fara á kostum í öllum skilningi.
Mamma fór í endurvinnsluna á miðvikudeginum
og ég var hjá ömmu á meðan og
svo hóf ég enn eitt sundnámskeiðið.
Það var svo gaman að koma í sundið
því að mamma var búin að segja
að við ætluðum ekki að halda áfram
en svo bara fórum við og það voru allir
svo glaðir að hitta okkur og við vorum auðvitað
í skýjunum yfir því. Pabbi var
svo heima á fimmtudaginn og við rúntuðum
svolítið um bæinn, pabbi var að redda
ýmsu en ég svaf mikið og fór í
gönguferð með mömmu. |