Svo lærði ég líka að vinka hjá ömmu um helgina í sumarbústaðnum en vinka samt bara þegar mig langar. Við vorum svo öll í mat hjá ömmu og afa. svona afmælismat, svo fór ég heim um kl. 20:00 og var svo hjá pabba því að mamma var hjá Kristínu. Síðan gekk mér eitthvað illa að sofna en mamma kom heim kl. 23:30 þá fékk ég brjóst og sofnaði sæll og glaður.
Jæja dúllur, þar til næst....elskið friðinn.

Kveðja,
ykkar Tommi

14. – 21. maí 2002:
Komið sæl á ný kæru vinir.
Við mamma erum bara búin að vera að hafa það gott að mestu. Á þriðjudaginn vorum við í gönguferð og fórum smá í Kringluna og svoleiðis. Mér fannst gaman. Ég fékk sumarhatt og peysu og mamma og amma keyptu skírnargjöf handa frænda mínum á Akureyri sem var svo skírður 18. maí og hlaut hann nafnið Aron Örn. Hann er sonur Önda og Þórdísar. Amma og afi fóru norður í skírnina. Ég er búinn að vera rosalega góður og sofa vel og fara á kostum í öllum skilningi. Mamma fór í endurvinnsluna á miðvikudeginum og ég var hjá ömmu á meðan og svo hóf ég enn eitt sundnámskeiðið. Það var svo gaman að koma í sundið því að mamma var búin að segja að við ætluðum ekki að halda áfram en svo bara fórum við og það voru allir svo glaðir að hitta okkur og við vorum auðvitað í skýjunum yfir því. Pabbi var svo heima á fimmtudaginn og við rúntuðum svolítið um bæinn, pabbi var að redda ýmsu en ég svaf mikið og fór í gönguferð með mömmu.
Fyrri síða Síða 21.
 
Mamma fór svo til Kristínar og ég var hjá pabba. Amma Guðrún kom í heimsókn en hún hafði farið til Keflavíkur með Evu sem var að fara til Kaupmannahafnar að vinna. Síðan var mamma að koma heim kl. 21:00 og ég var voða glaður að sjá hana. Á föstudeginum gerðum við bara ekkert merkilegt. Svo á laugardaginn fórum við í Smáralindina og þar hittum við Mæju frænku mína frá Sandvík og fór nú ansi vel á með okkur. Hún passaði Óskar frænda þegar hann var lítill og ég get svarið það að við átum næstum hvort annað. Svo um kvöldið komu Alli og Maggý í mat og seinna bættist Hafliði í hópinn en ég var þá sofnaður.
Á sunnudaginn var mamma eitthvað slöpp en við fórum samt í heimsókn til Sigga, Áslaugar og Jóns Karls í sumarbústað í Borgarfirði. Þar var var fullt af fólki og fullt af krökkum. Ég var svo glaður að sjá alla krakkana og vildi ólmur leika við þau og hljóp á eftir þeim í göngugrindinni en þau vildu ekki hafa mig með og oftar en ekki var lokað á nefið á mér. En ég er auðvitað svolítið lítill ennþá en ég verð alveg trítilóður þegar ég sé önnur börn og langar þá að ég geti leikið við þau. En það kemur að því. Við vorum hjá þeim til kl. 24:00 og mamma og pabbi þurftu að vekja mig, eða öllu heldur þá vaknaði ég þegar farið var með mig út í bíl og vakti ég um stund en sofnaði svo fljótt og svaf alla leið heim og alla nóttina. Vaknaði smá þegar mamma klæddi mig í náttföt og setti nýja bleiju á mig. Mamma fór á fætur með mér um morguninn og þegar við fórum fram og þá fattaði mamma að hún var nú bara lasin. Pabbi tók svo við að vera frammi hjá mér og svo sofnaði ég hjá mömmu kl. 13:00 og svaf alveg til 15:30 og þá komu afi og amma labbandi.
Síða 22. Næsta síða