Langafa langar svoooo mikið til að gefa mér súkkulaði en ég má ekki fá svoleiðis. Kannski þegar ég verð stærri. Við mamma fórum líka að heimsækja Ingibjörgu, Jónínu og Sigrúnu um daginn og svo fór ég til Sigrúnar og gaf henni smá pakka en hún varð 1 árs 18. apríl. Við fórum samt ekki í afmælisveisluna af því að það héldu allir að við værum í sumarbústað og við misstum þess vegna líka af afmælinu hennar Siggu Boggu. Rannveig, Jón Ingi og Sigga Bogga eru líka búin að heimsækja okkur.
En á Sumardaginn fyrsta, 25. apríl var Óðinn Örn, litli frændi minn í Njarðvík, skírður og fórum við í kirkju og veislu. Ég var rosalega góður. Í kirkjunni þurfti ég samt smá að hlæja en það var ömmu að kenna og svo babblaði ég pínulítið en var samt alveg góður og nagaði bara skóinn minn. Svo var rosa veisla á eftir í sal hitaveitunnar, þvílíkar veitingar en það er nú ekki að spurja að henni Gunnu. Óðinn var nú ekkert smá góður, svaf allann tímann og heyrðist aldrei í honum, annað en ég í minni skírnJ Hann lanaði mér vagninn sinn og ég svaf í honum í hálftíma.
Mamma og pabbi fóru svo á árshátíð hjá Europay 27. apríl og þá komu afi og amma og voru hjá mér. Ég var rosalega góður. Helga, Jón og Sara komu til að kíkja á mig og var ég hreint til fyrirmyndar. Þegar mamma og pabbi komu heim að verða fjögur, þá svaf ég vært í örmum ömmu og afi hraut í sófanum í stofunni. Um morguninn kom amma Guðrún og fór aftur með mig í gönguferð til langömmu og langafa og fékk aftur hafragraut og amma þurfti að kaupa á mig bleijur því að hún gleymdi að taka með. Mér finnst nú fínt að fara í svona ferðir með ömmu.
Fyrri síða Síða 17.
 
Síðan er nú lítið búið að gerast, við höfum ekki einu sinni farið í göngutúr því að veðrið er búið að vera svo fúlt. En allavega, þá er ég búinn að vera rosalega góður, hef sofið betur og sef núna í eina og hálfa klst. á hverjum degi og svo nokkra hálftíma eins og gengur. Svo sef ég oftast alla nóttina til 8 – 8:30 og drekk bara svona einu sinni þannig að ég held nú að þetta sé allt að koma.
Þessi pistill minn er nú svona frekar endaslepptur og ruglingslegur enda er svo erfitt að muna allt sem gerst hefur á svona löngum tíma. Við verðum bara að gera betur í framtíðinni og muna að skrifa vikulega, þá gengur þetta upp.

Verið góð hvert við annað þar til næst,
ykkar Tommi

1. maí – 13. maí 2002:
Heil og sæl vinir mínir

Mamma er nú búin að gleyma eiginlega öllu sem gerst hefur síðan síðast. Á föstudegi, laugardegi og sunnudegi var ég mest hjá ömmu í Blesu og pabba því að mamma var hjá Kristínu. Við pabbi fórum og tókum fullt af myndum sem hann ætlar að nota á heimasíðuna hjá Europay. Mamma er búin að vera með svo mikið hælsæri að við höfum varla farið neitt út að ganga en amma í Blesu hefur labbað með mig í vagninum þegar hún er að passa mig. Ég fékk líka smá kvef sem var nú bara í 3 daga. Á miðvikudaginn 8. maí var síðasti sundtíminn í þessari lotu og nú er ég orðinn svo stór að ég fæ ekki fleiri viðurkenningarskírteini.
Síða 18. Næsta síða