Ef ég fer ekki að sofa betur, þá ætti mamma að tala við svefnráðgjafa sem er á Landspítalanum í Fossvogi, sagði Anna Björg hjúkrunarfræðingur. Við sjáum nú til. Kannski lagast svefninn líka þegar ég hætti á brjósti. En allavega, þá kom skoðunin vel út. Ég er bara svolíðið virkur og duglegur drengur sagði Eyjófur læknir. Við erum nú bara ánægð með það allt.
Amma og afi ætla að passa mig í kvöld, mamma og pabbi eru að fara í eitthvert patý, svona útgáfupartý. Það á að gefa út tvö lög á safnplötu sem voru “unplugged” á tónleikunum sem Greifarnir héldu daginn eftir að ég fæddist. (ég var rosalega þægur og góður. Var reyndar ekki sofnaður þegar foreldrarnir komu heim en var fljótur að sofna. Amma kenndi mér texta.....!! Þegar hún syngur “Ríðum heim til Hóla” þá syng ég BABBA.....svo kemur: “hné er klárinn minn”. Ég er hrika duglegur :)

Haukur og Kristjana fóru til USA á mánudaginn, 8. apríl og Óskar fór á fimmtudaginn 4. apríl og nú gæti verið langt þar til ég sé Hauk næst. En það var allvega gaman að hitta hann um páskana og nú eru til nokkrar góðar myndir af okkur saman.

Ég bið ykkur vel að lifa þar til næst.

Adios,
ykkar Tommi

Fyrri síða Síða 15.
 
12. – 30. apríl 2002:
Howdi vinir mínir.
Jæja, nú er ansi langt liðið síðan síðast. Enda held ég nú að ritarinn minn hafi enga ánægju af því að skrifa nema að ég hafi verið eitthvað óþægur eða eitthvað svoleiðis. Allavega er ég búinn að vera voða góður núna lengi og sofið vel og allt það sem góðir drengir eiga að gera og þá þykir það ekki pappírs virði ................já eða í þessu tilfelli “bite” virði J
Lífið hefur nú svosem gengið sinn vanagang. Ég er enn í sundi, x1 í viku og svo förum við mamma alltaf í gönguferðina okkar. Veðrið er búið að vera fínt; frekar hlýtt en stundum smá duttlungar svona eins og gengur á Íslandi. Stundum sól, stundum rigning og stundum haglél og allt þar á milli. Mamma fer líka núna svona x2 – 3 í viku að hjálpa Kristínu og þá er ég oftast hjá pabba en hef líka farið með og hef þá verið frekar góður. Sveina og Guðrún komu í bæinn á föstudaginn 19. apríl og ég var svo glaður að sjá Sveinu að ég stökk í fangið á henni og vildi hvergi annars staðar vera og hún fékk ekki einu sinni að fara úr úlpunni sinni. Amma og afi voru þá að passa mig en mamma var að hjálpa Kristínu og pabbi fór í reiðtúr með Emil, Arnfinni, Helenu og Irenu.

Á laugardagskvöldið 20. apríl fóru mamma og pabbi að borða á Ruby Tuesday og amma Guðrún var að passa mig og svo kom hún aftur á sunnudagsmorguninn og fór með mig í vagninum til langömmu og langafa en hún gleymdi að taka með mat handa mér þannig að ég fékk ekta hafragraut og fannst hann sko fínn. Svo kom hún með mig heim um kl. 15:00 og þá var ég bara búinn að vera rosalega góður.
Síða 16. Næsta síða