Ef ég fer ekki að sofa betur,
þá ætti mamma að tala við svefnráðgjafa
sem er á Landspítalanum í Fossvogi, sagði
Anna Björg hjúkrunarfræðingur. Við
sjáum nú til. Kannski lagast svefninn líka
þegar ég hætti á brjósti.
En allavega, þá kom skoðunin vel út.
Ég er bara svolíðið virkur og duglegur
drengur sagði Eyjófur læknir. Við erum
nú bara ánægð með það
allt.
Amma og afi ætla að passa mig í kvöld,
mamma og pabbi eru að fara í eitthvert patý,
svona útgáfupartý. Það á
að gefa út tvö lög á safnplötu
sem voru “unplugged” á tónleikunum
sem Greifarnir héldu daginn eftir að ég
fæddist. (ég var rosalega þægur og
góður. Var reyndar ekki sofnaður þegar
foreldrarnir komu heim en var fljótur að sofna.
Amma kenndi mér texta.....!! Þegar hún
syngur “Ríðum heim til Hóla”
þá syng ég BABBA.....svo kemur: “hné
er klárinn minn”. Ég er hrika duglegur
:)
Haukur og Kristjana fóru til USA á mánudaginn,
8. apríl og Óskar fór á fimmtudaginn
4. apríl og nú gæti verið langt þar
til ég sé Hauk næst. En það
var allvega gaman að hitta hann um páskana og nú
eru til nokkrar góðar myndir af okkur saman.
Ég bið ykkur vel að lifa þar til næst.
Adios,
ykkar Tommi