Amma Guðrún kom með og tók fullt af myndum og svo vorum við með digital videovélina hans Vidda í láni og hún tók allann sundtímann upp á video. Við mamma fórum líka labbandi í bæinn og fórum í Ítölsku búðina á Laugarveginum og ég fékk gallajakka, gallabuxur og töffaraskyrtu. Amma og afi voru líka búinn að gefa mér tvær samfellur og náttgalla en ég þurfti að skipta náttgallanum og fá stærri. Síðan fór mamma í Sautján og segir að Rannveig hafi platað sig til að kaupa sér föt en við pabbi vitum nú betur. Enda var ég með henni og veit nú alveg hvernig þetta var allt saman en við leyfum henni bara að trúa þessu. Við keyptum líka fermingargjöf handa Didda á Raufarhöfn. Svo fórum við í kaffi til ömmu í Iðnskólann. Á fimmtudaginn fór ég með mömmu til afa í Blesu en hann var að jafna sig eftir flensu og vorum við að reyna að stytta honum stundir. Hann var nú bara þokkalega hress en þó ekki búinn að ná sér fullkomlega. Föstudagurinn leið án mikilla atburða Mamma og pabbi fóru svo í keilu með Euro-liðinu um kvöldið og ég var hjá afa og ömmu en var eitthvað pirraður um kl. 22:30 og þá bara kom “keiluliðið” og sótti mig. Eftir að heim kom var ég alveg hinn brattasti fram undir kl. 24:00 og sofnaði þá.
Laugardagurinn var hundfúll, mamma var bara að þrífa og vesenast. Sunnudagurinn leið í kvefi og leiðindum hjá mér og það lekur úr augunum mínum og ég er voða pirraður og þreyttur. Þetta var reyndar byrjað aðeins á laugardagskvöldið en svo var ég orðinn voðalega lélegur á sunnudaginn. Ég var nú líðið skárri á mánudaginn og mamma gaf mér stíl um kl. 08:30 því að ég svaf svo órólega frá kl. 03:30.
Fyrri síða Síða 11.
 
Þá svaf ég ágætlega fram yfir hádegi og svo var ég bara mikið pirraður og lítill í mér nánast allann daginn. Hef sofið minn hálf tíma svona x2 og einu sinni í 1,5 klst. Svo er ég slefudýr sem naga allt sem tönn á festir og reyni líka að naga allt annað, þ.e. þó að tönn festi ekki á því. Mamma er að vona að ég sé bara ð taka tennur og að þessi pirringur fari að ganga yfir. Sofnaði um kl. 22:00 og er sem sagt sofandi núna þegar þetta er skrifað af einkaritara mínum. Já ég gleymdi auðvitað að segja að Jón Ingi kom í dag, mánudag.

Jæja gott fólk. Vona nú að mér fari að líða betur svo að mamma verði ekki endanlega klikkuð, nóg er nú samt.......!
Verið góð hvert við annað og elskið friðinn.

Kveðja,
ykkar Tommi.

25. mars – 11. apríl 2002: (Páskar)
Heil og sæl öll sömul.
Nú hefur ritarinn minn ekki haft tíma til að skrifa dulítið lengi þar sem miklar annir eru að baki. Við eyddum dögunum fyrir páska við gönguferðir og svo voru pabbi og Jón Ingi svolítið að fara í bæinn og bíó. Amma í Blesu átti afmæli 27. mars og þá kom Haukur líka til landsins, ásamt mömmu sinni og pabba, og vorum við hjá þeim seinni partinn þann dag. Síðan fór Jón Ingi til mömmu sinnar og við lögðum af stað í sumarbústaðinn Sælulund í Úthlíð, sem Europay á.
Síða 12. Næsta síða