Ellen og Arnór Elí komu í
heimsókn á þriðjudeginum og vorum
við Arnór bara alveg góðir þó
að við höfum nú ekki leikið okkur
saman beinlínis. Við lágum samt á
gólfinu á teppinu mínu og höfðum
það notalegt.
Fimmtudaginn, 14. mars, fór ég svo í
5 mánaða skoðum og sprautu út á
Hlíðarstöð til hennar Önnu Bjargar.
Svei mér þá, hún er nú örugglega
skotin í mér..........hún sagði svo
margt fallegt um mig :) En það er sko allt í
lagi, hún er svo góð. Ég var nú
rosalega duglegur í sprautunni, lá á
maganum með dót fyrir framan mig og ég breytti
ekki einu sinni um svip þó að ég væri
stungin. Síðan sofnaði ég í fanginu
á mömmu á leiðinni heim, sem er nú
um 40 m. gangur, og svaf í heilann klukkutíma
og svo fórum við mamma í gönguferð
og svo í plokkfisk til ömmu og afa í Blesu.
(Pabbi var í fótbolta með strákunum
í Europay.) Níels frændi minn og Ína,
konan hans, komu í Blesuna og hittu mig í fyrsta
sinn. Baldur (Balli Bogg eins og afi segir) kom líka
en hann var nú búinn að sjá mig áður.
Ég sofnaði svo um kl. 23:00.
Jæja, ég man nú ekki eftir neinu fleiru
en ef það rifjast upp fyrir mér, þá
bara bæti ég því við, þetta
er svo slrambi sniðug græja þessi tölvugræja,
segir pabbi.
Vona að þið hafið það fínt
þar til ég skrifa næst.
Kveðja,
ykkar Tommi.