Ellen og Arnór Elí komu í heimsókn á þriðjudeginum og vorum við Arnór bara alveg góðir þó að við höfum nú ekki leikið okkur saman beinlínis. Við lágum samt á gólfinu á teppinu mínu og höfðum það notalegt.
Fimmtudaginn, 14. mars, fór ég svo í 5 mánaða skoðum og sprautu út á Hlíðarstöð til hennar Önnu Bjargar. Svei mér þá, hún er nú örugglega skotin í mér..........hún sagði svo margt fallegt um mig :) En það er sko allt í lagi, hún er svo góð. Ég var nú rosalega duglegur í sprautunni, lá á maganum með dót fyrir framan mig og ég breytti ekki einu sinni um svip þó að ég væri stungin. Síðan sofnaði ég í fanginu á mömmu á leiðinni heim, sem er nú um 40 m. gangur, og svaf í heilann klukkutíma og svo fórum við mamma í gönguferð og svo í plokkfisk til ömmu og afa í Blesu. (Pabbi var í fótbolta með strákunum í Europay.) Níels frændi minn og Ína, konan hans, komu í Blesuna og hittu mig í fyrsta sinn. Baldur (Balli Bogg eins og afi segir) kom líka en hann var nú búinn að sjá mig áður. Ég sofnaði svo um kl. 23:00.
Jæja, ég man nú ekki eftir neinu fleiru en ef það rifjast upp fyrir mér, þá bara bæti ég því við, þetta er svo slrambi sniðug græja þessi tölvugræja, segir pabbi.
Vona að þið hafið það fínt þar til ég skrifa næst.

Kveðja,
ykkar Tommi.

Fyrri síða Síða 9.
 
15. - 25. mars 2002
Hæ öll.
Nú er liðin rúm vika og ekkert hefur verið skrifað en hér með bæti ég úr því.
Ég átti ákaflega erfiðan dag, föstudaginn 15. mars. Ég var alveg voðalega pirraður og heldur mamma að það hafi verið eftirköst af sprautunni. Ég veit nú samt ekki hvort okkar átti erfiðari dag, ég eða mamma!!!! Það endaði með því að hún setti mig í bað og gaf mér stíl kl. 15:00 en þá var hún búinn að hringja í pabba í vinnuna og hann kom með þá snilldarhugmynd að skella mér í bað; einhverra hluta vegna þá virkar það oftast vel. Ég átti svo alveg ágæta helgi þar sem ég svaf vel og fékk gesti. Afi Þórður og Dísa komu og líka Dóra “frænka” mín sem býr á Króknum. Það var líka svo gott veður alla helgina að við fórum að sjálfsögðu í göngutúr á sunnudeginum. Svo kom amma Guðrún og gaf mér málshátt og styttu með þremur páska-ungum og borðaði með okkur kvöldmat. Á mánudaginn vorum við mamma bara að dúlla okkur úti og svo á þriðjudaginn fórum við í Europay til að ná í bílinn okkar en pabbi ætlaði svo að koma heim á “pussunni” sem hafði verið skilin þar eftir á föstudeginum. Við mamma löbbuðum þetta bara og tókum svo barnavagninn í skottið og aftursætið. Mér finnst nú fólkið sem vinnur í Euro frekar fyndið og hélt ég svaka ræðu, þar til mamma fattaði að ég var bara þyrstur og þegar ég var búinn að drekka nóg þá var ég bara alveg salla rólegur og góður.
Svo á miðvikudag var sundnámskeið nr. 2 búið og ég fékk viðurkenningarskjal og ætla ég svo að fara á næsta námskeið líka, því mér finnst þetta svo gaman.
Síða 10. Næsta síða