Síðan fór ég líka í heimsókn til Kára frænda míns og voru mamma og Helga sammála um að við værum nú agalega þægir og góðir. Við trufluðum þær nú eiginlega ekkert við að kjafta saman, lágum bara á gólfinu og lékum okkur eins og fínir herramenn.
Annars var ég um stund hjá afa og ömmu í Blesu, á sunnudaginn 3. mars, meðan mamma fór í Bónus að versla og svo voru þau líka hjá mér í smástund á laugardagskvöldinu 2. mars. Þá var mamma aðeins að hjálpa Diddu frænku að passa litlu frænkur mínar, Jónínu og Sigrúnu. Ég er líka farinn að sofna fyrr á kvöldin og þ.a.l. vakna fyrr á morgnana. Það er nú líka farið að birta svo mikið á morgnana. Svo er ég líka farinn að velta mér um allt, af baki á maga og öfugt og allavega. Síðan er ég með ákveðna tilburði til að skríða, þá er ég á hnjánum og hoppa mjög furðulega og finnst það rosalega fyndið hjá mér J
Við höfum líka farið út að ganga á daginn þegar ekki er svakalega kalt, annars er nú búið að vera frekar kalt. Þeir segja að þetta sé kaldasti febrúarmánuður síðan 1935 eða 1936. Það er nú næstum heil öld :)


7. - 14. mars 2002:
Komið sæl á ný.
Ég er nú alveg merkileg skrúfa. Alltaf þegar mamma eða pabbi hrósa mér voðalega mikið, gengst ég svo upp í því, að ég bara verð akkúrat öfugt við það sem mér var hrósað fyrir.
Neeeei, það er nú kannski ekki alveg rétt hjá mér en það er samt satt að ég tók uppá því að
Fyrri síða Síða 7.
 
fara að sofa í kring um miðnætti og vakna svo hress og kátur um kl. 05:00 og sofa svo í u.þ.b. 30 mín og vakna síðan kl. 07:00. Þetta finnst nú mömmu að sé ekki alveg nógu mikill svefn fyrir mig, hvað þá fyrir hana sem hefur alltaf hrotið eins og rækja fram að hádegi, þ.e.a.s. auðvitað áður en ég fæddist.
En allavega, svona er ég nú búinn að vera í svona vikutíma og svo er ég oft pínu pirraður þegar ég er vakandi af því að ég er svo þreyttur. Síðan á ég það til að vakna hálf tíma eftir að ég sofna á kvöldin og svo aftur klst. síðar og þá þarf ég bara að láta snúa mér og taka aðeins sængina af mér, mér er oft svo heitt.
Á laugardaginn 9.mars, fórum við í afmæliskaffi til langafa í Ásgarðinn og þar var fullt af ættingjum mínum og fannst mér gaman að hitta alla. Svo voru líka voða fínar veitingar og langafi gaf mér rjóma í teskeið, mér fannst það nú gott. Langafi á samt afmæli 8. mars eins og Óskar frændi, en þá voru allir að vinna nema ég, mamma og langamma þannig að langamma ákvað frekar að hafa kaffið á laugardeginum. Sara kom ekki því að hún var á fjallabrölti einhversstaðar (vonandi á einhverjum fjöllum).
Annars er þetta búið að ganga sinn vanagang, sund, gönguferðir, matartímar o.s.frv. Afi og amma í Blesu buðu í heita rúllutertu á sunnudeginum og ég fékk bananamauk úr krukku og fannst það nú alveg ágætt, þó að ég sé nú hrifnastur af gulrótarmaukinu en ég er nú eiginlega ekki búinn að smakka neitt af þessu jukki. Mamma heldur nú að þessi dósafæða sé nú ekkert hollmeti en pabbi segir að börn hafi nú lifað á þessu í áraraðir þannig að ég fæ nú að bragða á þessu annað slagið.
Síða 8. Næsta síða