 |
|
Febrúar 2002:
Þessi mánuður byrjaði
nú aldeilis vel hjá mér, ég er
alltaf að græða!!! En þannig var, að
amma og afi vöktu mig um hádegi 2. febrúar
og færðu mér svakalega flott rúm,
dótakassa á hjólum og náttföt.
Ég var að vonum sperrtur með rúmið
mitt enda vaggan orðin í minna lagi. Í rúminu
var þessi fína eggjabakkadýna og nú
gat ég loksins sett upp spilaóróann frá
Söru frænku minni. Mér líkaði
strax vel við rúmið mitt og þó
að ég sofni nú ekki alltaf þar þá
er ég duglegur að sofa þar þegar ég
er færður í mitt rúm. Ég held
nú samt að það sé allt mömmu
að kenna að ég sef ekki alla nóttina
í mínu rúmi. Henni finnst nefnilega svo
gott að sofa hjá mér að alltaf þegar
ég vakna, svona milli kl. 6 og 7 á morgnana,
þá tekur hún mig uppí og vill bara
alls ekki skila mér aftur í mitt rúm
þegar ég er búinn að drekka. Svo fer
pabbi í vinnuna uppúr kl. 8 og þá
verður nú mamma að hafa einhvern til að
lúlla hjá og þá er víst
ekki um neinn að ræða nema mig. Svo vöknum
við oftast um kl. 10:30 og dutlum (eins og mamma segir)
fram undir hádegi, skiptum um bleiu og dúllum
okkur. Svo sofna ég nú oftast fljótlega
eftir hádegi í minn hálftíma og
svo reynum við að fara út.
18. febrúar byrjaði ég á nýju
sundnámskeiði og tek aftur 10 skipti. Ég
fékk viðurkenningar-
skírteini fyrir fyrra námskeiðið og
ætla helst að fá annað svoleiðis.
Ég fékk reyndar eitthvert nefrennsli og er búinn
að vera mest inni í rúma viku. Svo talaði
mamma við lækninn okkar og hann sagði að
mér væri nú alveg óhætt að
skreppa í sundið.
|
 |
Síða
5. |
|
|
 |
|
Síðan gerðist sá
stóratburður 19. febrúar að pabbi
fann fyrstu tönnina mína og svo fékk ég
aðra 20. febrúar. Þannig
að nú er ég með tvær tennur í
neðri góm. En það breytir ekki því
að ég geri ekki annað en að naga allt sem
fyrir mér verður og finnst mér hendurnar
á mér svakalega freistandi. Áðan
í sundinu (20. feb. 02) þá nagaði
ég eyrað á pabba frekar en ekki neitt.
Mars 2002:
Það hafa nú svo sem ekki
neinir stóratburðir átt sér stað,
nema helst það að amma Guðrún kom
með skírnarmyndina mína og verð ég
nú að segja það að hún er
algjör snillingur “keddlíngin”....!!!
Þetta er einhver fallegasta mynd sem við hér
höfum séð. Myndin heitir: “Tommi og
Jesú”, segir amma og svo er Guð á
henni líka. Þetta er útsaumað listaverk
og þið ættuð bara að sjá hana.
Óskar frændi kom líka frá Boston
og kom með tannkrem og tannbursta og gallasmekkbuxur handa
mér.
Annars er ég bara búinn að vera þokkalega
þægur og góður og hef sinnt mínum
skyldum eins og gengur, farið í sund x2 í
viku og alltaf staðið mig rosalega vel. Við mamma
fórum bara tvö á mánudaginn síðasta,
enda var pabbi nýkominn heim frá Sviss. Hann
kom með Gorm handa mér og bjöllu sem spilar
nokkur lög. Ég saknaði pabba nú svolítið,
þó að hann hefði bara verið í
burtu í fjóra daga, en maður getur nú
fengið leið á svona kellingum eins og henni
mömmu. |
Síða
6. |
 |
|
|
 |