Þann 9. janúar 2002, byrjaði
ég í ungbarnasundi hjá Mínervu
í sundlaug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
á Háaleitisbraut og er nú voðalega
ánægður með það. Við förum
alltaf öll, ég, mamma og pabbi. Þetta er
tvisvar sinnum í viku, á mánudögum
og miðvikudögum. Einu sinni kom amma með og tók
allt upp á video, þá var pabbi á
Akureyri.
Flest börn sofa vel og lengi eftir sundið en ég
er nú bara ekkert að breyta útaf vananum
og held mínu striki í þeim efnum.
Við mamma reynum að fara út að ganga, helst
á hverjum degi en stundum er nú bara hundvont
veður og þá er nú ekkert gaman að
fara út. Yfirleitt sef ég ekki úti á
daginn nema ef við förum í gönguferð
og ef ég er enn sofandi þegar við komum heim
þá er ég bara frammi í forstofu
með opið út.
Ég á nokkra vini sem koma stundum í
heimsókn. Einn heitir Vilhelm Bjarki og annar Gissur
Þór, ég kynntist Gissur í sundinu.
Svo fóru Beta og Auður einu sinni með okkur
mömmu í gönguferð en þá
var frekar vont veður. Svo hefur Kári líka
komið í heimsókn.