Síðan var veisla heima hjá ömmu og afa í Blesunni og komu margir gestir en ég ákvað að vera alveg úr takti við alla aðra og tók stærstu og kröftugustu syrpu ævinnar og orgaði bara hreinlega þar til ég var búinn að fæla alla í burtu. Loks hugkvæmdist mömmu að setja mig í bað og mjólka sig í pela og gefa mér í baðinu og þá loksins róaðist ég en ég var samt alveg voða góður í kirkjunni, en svona fór þetta nú. Ég vona bara að fólk muni frekar hvað ég var góður í kirkjunni heldur en hvernig ég var í veislunni. Áramót: Á gamlárskvöld vorum við í mat hjá afa og ömmu í Blesu og var ég nú alveg góður þá. Fannst meira að segja flugeldarnir svaka flottir og kippti mér ekkert upp við þó að sprengingarnar væru alveg agalega háværar.
Eftir áramótaskaupið og allar bomburnar, fórum við heim í okkar hús og ég fór að sofa en Guð einn veit hvað mamma og pabbi fóru að geraJ. Á nýjársdag var öll fjölskyldan heima og var bara “homy” í náttfötum og hugguleg fram eftir degi.

Janúar 2002:
Ég er nú oftast mjög góður og þægur drengur en á þó til að sofa í minna lagi. Oftast sef ég nú á næturnar en sef svo kannski bara 30 – 45 mín. í senn á daginn, svona tvisvar sinnum eða svo. En það hefur þó komið fyrir að ég sef í 2,5 klst. og þá heldur mamma að það sé eitthvað að :)
Fyrri síða Síða 3.
 
Þann 9. janúar 2002, byrjaði ég í ungbarnasundi hjá Mínervu í sundlaug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut og er nú voðalega ánægður með það. Við förum alltaf öll, ég, mamma og pabbi. Þetta er tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum. Einu sinni kom amma með og tók allt upp á video, þá var pabbi á Akureyri.
Flest börn sofa vel og lengi eftir sundið en ég er nú bara ekkert að breyta útaf vananum og held mínu striki í þeim efnum.

Við mamma reynum að fara út að ganga, helst á hverjum degi en stundum er nú bara hundvont veður og þá er nú ekkert gaman að fara út. Yfirleitt sef ég ekki úti á daginn nema ef við förum í gönguferð og ef ég er enn sofandi þegar við komum heim þá er ég bara frammi í forstofu með opið út.

Ég á nokkra vini sem koma stundum í heimsókn. Einn heitir Vilhelm Bjarki og annar Gissur Þór, ég kynntist Gissur í sundinu. Svo fóru Beta og Auður einu sinni með okkur mömmu í gönguferð en þá var frekar vont veður. Svo hefur Kári líka komið í heimsókn.

Síða 4. Næsta síða