Á Landspítalanum:
Ég dvaldi á sængurkvennagangi, deild 23A, fyrstu 4 daga ævinnar og nutum við mamma umönnunar góðra manna og kvenna, aðallega kvenna. Sérstaklega minnist ég Magdalenu Jónsdóttur, ljósmóður, sem var okkur einstaklega góð og hjálpsöm. Ég var óskaplega hrifin af mömmu og vildi helst hvergi annars staðar vera en við brjóstið á henni. Ef hún lét mig í þetta glæra vöggurusl með harða teppinu, varð ég alveg óður. Mamma mátti nú helst ekki einu sinni borða í friði en svo var þarna stelpa að vinna sem heitir Anna Margrét sem fattaði að leyfa mér að sjúga á sér puttann og þá loks fékk mamma að borða í friði. Ég var líka góður hjá pabba og ömmum og öfum, bara ef ég fann að fólk hafði tíma fyrir mig. Svo lagaðist margt þegar ég fékk mjúka teppið frá langömmu og langafa, þá var betra að vera í vöggunni. En aumingja konurnar sem vinna þarna gera sko sitt besta og eru alltaf á fullu en samt eru alltaf einhverjir vanþakklætispúkar sem aldrei eru ánægðir.

Ég fór heim af spítalanum á 4. degi eða þann 14. október, en það er nú einmitt dagurinn sem ég átti að fæðast skv. sónar. En mamma sagði alltaf að ég myndi fæðast 10. október 2001 (10.10.01 það er svooooo flott) og það stóð heima. Mömmu fannst allir svo góðir á spítalanum og gott að borða þar og að vera þar í ró og næði og horfa á mig allan sólarhringinn. Pabbi kom vitanlega í heimsókn daglega og stundum oft á dag. Pabbi kom svo um kl. 14:00, sunnudaginn, 14. október 2001 og náði í okkur mömmu.
Fyrri síða Síða 1.
 
Jól, skírn og áramót:
Fyrstu jólin mín voru annasöm í jólaboðum. Fjölskyldan borðaði heima á aðfangadagskvöld og svo var farið í jólaboð til ömmu á Hvolsvelli á jóladag. Ég tók smá syrpu í orgi hjá ömmu á Hvolsvelli en það var nú bara svona rétt til að sýna hvað ég er með spræk lunguJ. Svo vorum við öll, Haukur, Óskar frændi, Kristjana, afi og amma, boðin til Regínu, afasystur minnar, og skemmti ég mér vel þar og var bara svaka góður. Þar voru líka Gulli með sína fjölskyldu og Mundi, frændi minn sem á heima á Kópaskeri.

Skírnin: En jólin liðu hratt og svo vorum við Haukur frændi skírðir þann 29. desember 2001 í Háteigskirkju. 29. desember var valinn af því að það var eins árs brúðkaupsafmæli pabba og mömmu Hauks og svo var Háteigskirkja valin af því að mamma og pabbi giftu sig þar. Svo kom Sr. Eiríkur Jóhannson til að skíra okkur en hann gifti líka mömmu og pabba. Skírnin var ákaflega falleg athöfn, í köldu en stilltu veðri á laugardegi.

Felix Bergsson, Tómas, nafni minn, Tómasson og Hjörleifur Valsson spiluðu og sungu í kirkjunni. Það var ákaflega fallegt og fóru margir bara hreinlega að skæla því að það var svo flott. Tómas spilaði á gítar, Hjörleifur á fiðlu og Felix söng. Þetta voru lögin: “Ísland er land þitt” (fyrir Hauk) og “Hvert örstutt spor”. Síðan var leikið lagið: “Dvel ég í draumahöll” þegar gestirnir voru að ganga út úr kirkjunni en Haukur afi söng það oft fyrir Óskar frænda þegar hann var lítill (hver hefði trúað því að afi hefði sungið)
Síða 2. Næsta síða