Mamma þurfti aðeins að vinna á þriðjudaginn líka og ég dúllaðist með pabba mínum. Miðvikudagurinn fór nú að mestu í að sofa, svaf meira og minna með mömmu til kl. 14:00 en þá drifum við okkur í Blesuna því að nú var Haukur frændi kominn frá Boston og ætlar að vera í næstum heilann mánuð. Mamma byrjaði á að ná í hann og mömmu hans til hinnar ömmu hans og svo hófst tætingur okkar frænda. Ég held að amma hafi bara ekki átt orð yfir hvað við erum svakalega duglegir. Haukur er orðinn rosalega duglegur og labbar um allt eins og fínn maður en ég elti á fjórum fótum. Þegar afi kom heim fórum við útí garð og Haukur var fljótur að vaða beint útí gosbrunninn hennar ömmu og þurfti að skipta um föt. Við fengum svo að leika okkur í sandinum sem er í kring um pottinn. En bráðum verður það ekki hægt því að afi ætlar að fara að setja pall í kring. En það er sama, það var voða gaman að leika þarna og ég var í hvítum buxum og var orðinn frekar flottur þegar leiknum lauk. Við mamma fengum að borða í Blesunni því að pabbi fór upp í Kjarrá að veiða, eða svo sagði hann okkur.....J Við mamma vonum bara að hann skemmti sér vel. Við vorum komin heim um 20:30 og lékum okkur dálitla stund og ég fékk að narta í allt góðgætið sem Kristjana og Haukur færðu mér. Það var Gerber hlaup, kex og snakk. Þetta er eitthvað sem ekki fæst hér en er sérstaklega ætlað svona ormum eins og mér og mér líkaði þetta voða vel. Ég fór í langt bað og sofnaði sæll og glaður með daginn við hliðina á mömmu en var svo færður í mitt rúm og þar er ég víst núna kl. 01:03.

Kveðja, ykkar Tommi.
Fyrri síða Síða 53.
 
 
Síða 54. Næsta síða